Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2022

Vel fylgst með innflutningi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað í Evrópu undanfarna mánuði til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu en þar sem hún berst meðal alifugla og milli landa með farfuglum hefur það reynst erfitt. Fjöldi lifandi unga af varphænum eru fluttir til landsins árlega.

Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar MAST, segir að verklag stofnunarinnar í tengslum við innflutning frjóeggja og dagsgamalla unga sé með þeim hætti að nokkrum dögum fyrir væntanlegan innflutning sé tekin staða á fuglaflensu í útflutningslandinu.

Áhættumat erlendis

„Við skoðum meðal annars hvort það séu í gildi einhverjar hömlur sem tengjast fuglaflensu á upprunabúi eggjanna/unganna og er áhættan metin út frá því. Þannig að ef upprunabúin eru innan skilgreindra svæða þar sem í gildi eru höft eða hömlur er innflutningur ekki leyfður. Auk þess er skoðað hver útbreiðsla og þróun smitsins sé í landinu og tekið mið af áhættumati þarlendra dýraheilbrigðisyfirvalda.“

Eftirlit innanlands

Við komuna til landsins tekur við einangrun í að minnsta kosti 6 vikur undir eftirliti Matvælastofnunar. Hrund segir að í ljósi aðstæðna á stöðu fuglaflensu í Evrópu sé verið að skoða hvort auka eigi það eftirlit og taka sýni úr dagsgömlum ungum en til þessa hefur það verið gert síðar á meðan einangrun stendur.

 Góð samvinna við Mast

Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjabúsins, segir að til þessa hafi fuglaflensa ekki haft áhrif á innflutning á lifandi ungum. „Við eru í góðu sambandi við Mast og þeir fylgjast vel með þróuninni erlendis og svo eru við með einangrunarstöð hér á landi þar sem tekin eru sýni úr ungunum áður en þeir fara í framleiðslu.

Jón Magnús Jónsson, fram­kvæmda­stjóri Reykja­búsins.

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.